




















Höfundar: ©Notendur ljóð.is |
Heiðskír himininn
á köldu vetrarkvöldi,
tindrandi stjörnurnar
mánaskinið bjart,
norðurljósin
um himinhvolfið svífa,
íðilfögur, eggjandi,
ósnertanleg fegurðin.
Dolfallin, dreymandi
starir upp
í himinhvolfið,
teygir armana
titrandi
upp til stjarnanna
heilluð af fegurð
og mikilfengleika
himinhvolfsins.
|
|
|
|
Ljóð eftir HB. Hildiberg
Sonur Tregatárin Þokan. (2013-09-23) Sumar. (2013-08-31) Úrhellið (2013-09-01) Mót vindinum (2013-09-25) Tækniöld Gluggað í blöðin Tindrandi stjörnurnar (2013-12-08) Frjósemi hugans (2013-12-09) Sumarið Í sólinni Regnið (2014-09-30) Kollurnar á öldunum (2014-10-01) VORIÐ (2015-04-17) TANFAR PEST Vor
[ Til baka í leit ]
|