27. febrúar 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Ísafold úr greipum dauðans

Í miðjum dauðans
hönd þín
mýkri en vatn

og armur þinn
sem ljóstaug
upp á þurrt.

Lokuð sund
- en opinn
lófi þinn

ber Ísafold
úr greipum dauðans
burt.
Úr bókinni Hjörturinn skiptir um dvalarstað. Forlagið, 2002. Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Ísak Harðarson

Vatnið er til þess að ganga á (2002-12-11)
Ísafold úr greipum dauðans (2002-12-28)
Stjörnur yfir Stokkseyri (2003-10-04)


[ Til baka í leit ]