27. febrúar 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Stjörnur yfir Stokkseyri

Tunglið veður í skýjum
upp að hnjám
til að verma á sér tærnar

og þorpið sefur
í faðmi einhvers
sem það þekkir ekki.

Hátt yfir lágum þökum og símastaurum
blikandi ljós
í rofum skýjanna.

Stjörnur yfir Stokkseyri:
augu englanna,
náð yfir mönnunum.

Allt er ákveðið
allt löngu ákveðið
- einnig þessi nótt.

Og þorpið sefur vært
í hlýjum faðmi hans
sem það þekkir ekki.
Úr bókinni Hjörturinn skiptir um dvalarstað. Forlagið, 2002. Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Ísak Harðarson

Vatnið er til þess að ganga á (2002-12-11)
Ísafold úr greipum dauðans (2002-12-28)
Stjörnur yfir Stokkseyri (2003-10-04)


[ Til baka í leit ]