Þegar ég leit upp í sólina í gær
blindaðist ég af sannri ást.
Vatt mér að henni og hvíslaði:
"Sól, ég elska þig!"
og ég vona að þú fyrirgefir mér
hvað ég var lengi að átta mig,
í heila 32 vetur.
Nú veit ég það sannlega í hjarta mér
að þú hefur ávallt verið sú eina rétta fyrir mig.
Þú ert sú eina sem ferð aldrei langt
en kemur ávallt aftur.
Ólíkt hinum stelpunum!
|