23. september 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Móðurminning

Á meðan myndin dofnar
og ómurinn hljóðnar

koma þær upp í hugann
ein af annarri,
í smáum brotum;
minningarnar.

Brotin birtast smátt og smátt
eins og lýsi viti í huganum
sem varpar ljósi á orðin.

Orðin falla eitt og eitt
eins og regndropar á lygna tjörn
sem draga hring um kjarna málsins.

Og hringirnir víkka út
eins og merking orðanna
sem dýpkar með tímanum.

Orðin sem koma upp í hugann
tákna það sem í hjartanu býr

harm

söknuð

frið

gleði

þakklæti

ástVandur
1964 -Ljóð eftir Vandan

Langafi minn
Speglun (2015-09-25)
Hæka (2011-10-19)
Lítt gefinn fyrir fjallgöngur
Jarðsamband
Fjallahringurinn (2017-02-02)
Brottnumin (2012-04-05)
Þaulz (2012-04-16)
Feigðin
Eins og steinn (2016-01-03)
Hæka að hausti I
Hæka að vetri I
Hæka að vetri II
Úr kýrhausnum (2014-12-20)
Móðurminning (2016-09-22)
Rós og skuggi (2017-10-31)


[ Til baka í leit ]