31. maí 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Óraunveruleiki raunveruleikans eða öfugt

Í fyrstu haustlægð ársins hellirignir,
hann gengur inn bretinn, líkur Hugh Grant.
Fer hringinn, skoðar, glottir og sig signir,
Of dýrt? ég spyr, aldrei þessu vant.

Sligtly! Hann segir með brosinu óræða,
siðprútt er svarið og ekkert hálfkák.
Af orðinu eina er samt engin ástæða,
að umhverfast sjálf og stundina draumvæða
og verða að stelpu, sem stóð fyrir framan strák.

Svo brettir hann upp kragann, eftir knappt stopp,
hverfur út á strætið, eins og í Notting Hill.
Ég negld er við gólfið mót nafnfrægum kropp,
neðst á Laugavegi og nánast komin í grill,
HEY! áttu enn that little travel bookshop?Gleðja
1957 -Ljóð eftir Gleðju

Etýða (einleiksverk á hörpu)
Leyndarmál (2011-03-23)
Orðin hörð
Nafnið þitt
Í mánaskini
Ljósblátt vor (2011-10-01)
Ljós sönnun
Skilaboð að handan
Lilja
Kvittur (2011-10-10)
Vegvísir (2012-02-26)
Sólarsjarmur
Heit þrá (2011-10-11)
Þráhyggja
Söknuður
Lífdagar
Hrafnaþing (2011-10-12)
Krummi og ég
óskipulegt tilboð
Morgunengill (2016-05-08)
Stjórnlaus kátína
Söngur smáfugls
Taktur afa og ömmu
Nýr dagur (2016-08-03)
Óraunveruleiki raunveruleikans eða öfugt
Fránhildur fyrrverandi
Tímans tal
Laus-ung


[ Til baka í leit ]