18. júní 2018
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Hríslurnar

Hríslurnar.

Þær heilsuðu mér
hryssingslega
brúnleitu hríslurnar
berar að ofan.
Veturinn hafði
klætt þær í
gegnsæ pils
og lofað
sólríku sumri.
Hver hefði haldið
að veturinn
væri sannsögull
eftir það
sem á undan
er gengið.
Maðurinn segir
sjaldan satt
og veturinn
hefur hlaupið
til liðs
við hann

Icebone
apríl 2015


Ljóð eftir Stefáni Ómari Jakobssyni

Dansinn
Hríslurnar (2017-02-23)
Sefnæm þögn


[ Til baka í leit ]