21. júní 2018
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Lygin

Lygin er bróðir hégómans
og dóttir lausungarinnar.

Hún svertir sannleikann,
sætir veruleikann
með lævísu hjali
um veröld
sem aldrei var.

Lygin hylur lífið
eins og það er
málar heiminn
með sefandi orðum
sem hljóma betur
en svarthvítur heimur
mannkyns
sem leitar þess
sem aldrei verður.

(2017)Baldr
1964 -Ljóð eftir Baldri

Þú
Lygin


[ Til baka í leit ]