18. ágúst 2018
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Gamalt barn

Ég þrái svo mikið
Eitthvað
Hvað?

Logn hið innra
Eldfjall sem gýs
Stíflu sem brestur

Ég svíf hátt uppi í loftinu
rótlaus
bensínlaus

þrái svo margt
hleyp í allar áttir
hugurinn á sér óteljandi herbergi

hvað er að gerast?
fer ég í hringi?
féll ég aftur í prófunum?

hver ert þú og hver er ég?
þetta líf, hvað er það?
sannleikur, gefðu þig fram!

finnst ég svo gömul
gamalt barn
meðvitað um fávisku sína
Mai 2017


Ljóð eftir Fjólu Maríu Bjarnadóttur

Blómið
Dóttir mín
Fossinn í mér
Kennari (2014-12-17)
Stelpan
Þessi hvíti sæti
Þrá
Þjáning yngri ára
Gamalt barn
Kæra almætti


[ Til baka í leit ]