21. júní 2018
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Kæra almætti

Leyf mér að heyra tónlist eilífðarinnar
sýndu mér sameiningu andstæðanna
hvað er fyrir utan hið ysta?

almættið býr í mér og ég bý í Almættinu
hversu stór er ég – miðað við sandkorn? Miðað við alheiminn?
er ég stór eða er ég lítil?

ég vil fá að vita, hvað lærdómur er
hvers vegna veit ég ekki allt nú þegar?
skyldi sálinni leiðast að vera eilíf?

hversu lengi varir þessi leikhússýning?
leikararnir lifa sig of mikið inn í hlutverk sín
þeir eru búnir að gleyma, hver það er sem klæðist búningnum

systur og bræður, jarðarbúar, fjölskylda
öll tengd eilífum og órjúfanlegum böndum
litlir partar af aðeins einu
Mai 2017


Ljóð eftir Fjólu Maríu Bjarnadóttur

Blómið
Dóttir mín
Fossinn í mér
Kennari (2014-12-17)
Stelpan
Þessi hvíti sæti
Þrá
Þjáning yngri ára
Gamalt barn
Kæra almætti


[ Til baka í leit ]