21. júní 2018
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Ofvirkni

Fyrir villiráfandi sveimhuga
eru krókaleiðir lífsins
og valmöguleikar
eilíf
þrautarganga

Ein leiðin er byrjuð
þá heillar önnur meir
hann hringsnýst
um skottið á sjálfum sér
eins og íslenskur fjárhundur

Hamast
eins og hamstur á hjóli
hleypur
frá sér lífið
en kemst ekkert áfram

Þangað til hann hittir
sálufélaga sinn
sem tekur í tauminn
og leiðir hann viljugan
á rétt slóð

Slóð sem liggur áfram
veginn í átt
að sameiginlegri
óvissu


Ljóð eftir Sigurgeir

Samferða
Allsnægtarpláneta
Harður húsbóndi
Miðað á mánann
Metnaður
Synir vor þjóðar.
Andleg upprisa.
Skilningur
Móðir (2017-01-15)
Myndin
Einmanna sál
Örvænting
Í draumi þeirra daga (vinarkveðja)
Myndin af okkur
Norðanbylur (2014-01-08)
Í brotnu gleri (2016-02-12)
Eins og allir hinir
Samstíga (2017-02-25)
Áttavilltur
Hvað er frelsi?
Fílamaðurinn og hirðirinn hans. (2017-07-03)
Skömm
Ofvirkni (2017-07-04)
Kæra vinkona


[ Til baka í leit ]