18. ágúst 2018
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Hvað er frelsi?

Hvað er það að vera frjáls?
hvíslar fuglinn
að svíninu

frelsi er það
að fá að lifa
svarar svínið

Hvað er það að vera frjáls?
hvíslar fuglinn
að hundinum

frelsi er það
að fá að borða
svarar hundurinn

Hvað er það að vera frjáls
hvíslar fuglinn
að kettinum

frelsi er það
að fá að sofa
svarar kötturinn

Hvað er það að vera frjáls
hvíslar fuglinn
að manninum

frelsi er það
að eiga allt sem
að hugurinn girnist
svarar maðurinn.

Fuglinn flýgur á brott
eignarlaus, eilítið svangur
örþreyttur
lifandi
og frjáls.

Hvað er það að vera frjáls?


Ljóð eftir Sigurgeir

Samferða
Allsnægtarpláneta
Harður húsbóndi
Miðað á mánann
Metnaður
Synir vor þjóðar.
Andleg upprisa.
Skilningur
Móðir (2017-01-15)
Myndin
Einmanna sál
Örvænting
Í draumi þeirra daga (vinarkveðja)
Myndin af okkur
Norðanbylur (2014-01-08)
Í brotnu gleri (2016-02-12)
Eins og allir hinir
Samstíga (2017-02-25)
Áttavilltur
Hvað er frelsi?
Fílamaðurinn og hirðirinn hans. (2017-07-03)
Skömm
Ofvirkni (2017-07-04)
Kæra vinkona


[ Til baka í leit ]