




















Höfundar: ©Notendur ljóð.is |
Það gerðist hér að lifnaði eitt ljós
sem læddist hægum skrefum inn um glugga.
Af hógværð sinni féll svo fagra rós
í fyrsta sinn þú leist þinn eigin skugga.
Er birtir til þá bera dagsins ljós
bjarma sinn og varpa inn um glugga
sönnun þinnar veru væna rós
á vegginn þar sem lítur þú þinn skugga
Og þessi vissa leiðir það í ljós,
við litla skímu er bærist fyrir glugga,
að alla þína daga dýra rós
dvelur þú á milli ljóss og skugga.
|
|
|
|
Ljóð eftir Vandan
Langafi minn Speglun (2015-09-25) Hæka (2011-10-19) Lítt gefinn fyrir fjallgöngur Jarðsamband Fjallahringurinn (2017-02-02) Brottnumin (2012-04-05) Þaulz (2012-04-16) Feigðin Eins og steinn (2016-01-03) Hæka að hausti I Hæka að vetri I Hæka að vetri II Úr kýrhausnum (2014-12-20) Móðurminning (2016-09-22) Rós og skuggi (2017-10-31)
[ Til baka í leit ]
|