17. janúar 2018
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
flöktandi strigi

ég sé líf mitt
betur nú

dyr standa opnar
í auðninni

--

eftir að ég fer

mun (ef þú vilt)

minning mín
fylgja þér
alla tíð

jafnt auðvelda
og erfiða tíma

í biðstöðu og áreynslu

gegnum þessa
látlausu viðveru

sem við köllum
daglegt líf okkar

megirðu sækja þar
styrk og hugrekki

og finna þína leið

þegar vegurinn
virðist enda

---

ég held á ókunna braut

síðustu hús jarðarinnar
fyllast anda næturinnar

flöktandi strigi himins
opnar lýsandi faðm sinn

tíminn merkir skuggana
eilífum ljóma stjarnannaHenrik
1985 -Ljóð eftir Henrik

Tilbúin fegurð (2008-06-11)
flökkusögur (2007-01-15)
24:00 (2005-07-13)
Staður (2005-10-31)
jarðarför mánans (2008-10-24)
brúna viðarfiðlan (2008-11-14)
til hvítra skýja (2014-10-23)
flöktandi strigi


[ Til baka í leit ]