23. september 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Á jólum

Stafa frá stjörnu
storðar börnum
enn þá blessaðir
barnafingur;
sjáið ljós loga
um lága jötu ?
Jesú jólaljós
jarðarstráum!

Bjartara, bjartara
yfir barni ljúfu
hvelfast Guðs hallir
á helgri nóttu;
og herskarar
himinbúa
flytja Guðs föður
frið á jörðu.

Hlutar húm,
hlusta þjóðir,
hlustar alheimur,
hlusta uppsalir;
hlustar hvert hjarta,
því að heimi brennur
ein óþrotleg
ódauðleg þrá ...

???
- brot úr kvæði -


Ljóð eftir Matthías Jochumsson

Bjargið alda (2001-12-23)
Volaða land (2002-01-06)
Íslensk tunga (2002-02-17)
Minni kvenna (2002-04-25)
Börnin frá Hvammkoti (2002-06-09)
Lofsöngur (2002-06-17)
Hvað boðar nýárs blessuð sól? (2003-01-01)
Jólin 1891
Á jólum (2002-12-23)
Ég fel í forsjá þína (2003-01-07)
Ó, faðir, gjör mig lítið ljós (2004-03-10)
Eggert Ólafsson (2003-05-30)
Lífsstríð og lífsfró (2003-06-13)
Minn friður (2003-04-04)
Fögur er foldin (2003-12-24)


[ Til baka í leit ]