27. september 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Betlari

Snjótittlingur sníkir,
? snjórinn er svo mikill, ?
út um allt hann skoppar
eins og lítill hnykill.

Þögull þraukar móti
þykkum hríðarmekki;
svona sár af kulda
syngur maður ekki.

Bara að trítla um túnið,
tína korn úr moði, ?
- ekkert athvarf bíður,
allt er tómur voði.

Undarlega Íslands
ævifugl er gerður:
seinna, þegar sumrar,
sólskríkja hann verður.


Ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum

Land míns föður (2002-01-03)
Jólin koma (2002-12-22)
Grýlukvæði (2004-12-26)
Jólasveinarnir
Aftankyrrð (2005-07-17)
Betlari (2003-02-14)
Brot
Enn um gras (2007-05-01)
Erlan (2003-09-26)
Í tröllahöndum (2003-01-29)
Kvíaból
Móðursorg
Stelkurinn (2004-03-12)
Þula frá Týli (2004-02-02)
Ömmuljóð


[ Til baka í leit ]