




















Höfundar: ©Notendur ljóð.is |
Óskiljanlegt er grasið:
maður treður það undir fótum sér
en það reisir sig jafnharðan við aftur.
Óskiljanlegt er grasið:
skepnurnar bíta það og renna því niður
og skila aftur hinu ómeltanlega
- en viti menn:
á því nærist svo nýtt gras.
Já óskiljanlegt er það
hið græna gras jarðarinnar:
auðmýktin og uppreisnin í senn.
|
|
|
|
Ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum
Land míns föður (2002-01-03) Jólin koma (2002-12-22) Grýlukvæði (2004-12-26) Jólasveinarnir Aftankyrrð (2005-07-17) Betlari (2003-02-14) Brot Enn um gras (2007-05-01) Erlan (2003-09-26) Í tröllahöndum (2003-01-29) Kvíaból Móðursorg Stelkurinn (2004-03-12) Þula frá Týli (2004-02-02) Ömmuljóð
[ Til baka í leit ]
|