27. september 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Ömmuljóð

Lítill drengur lófa strýkur
létt um vota móðurkinn,
- augun spyrja eins og myrkvuð
ótta og grun í fyrsta sinn:
Hvar er amma, hvar er amma,
hún sem gaf mér brosið sitt
yndislega og alltaf skildi
ófullkomna hjalið mitt?

Lítill sveinn á leyndardómum
lífs og dauða kann ei skil:
hann vill bara eins og áður
ömmu sinnar komast til,
hann vill fá að hjúfra sig að
hennar brjósti sætt og rótt.
Amma er dáin - amma finnur
augasteininn sinn í nótt.

Lítill drengur leggst á koddann
- lokar sinni þreyttu brá,
uns í draumi er hann staddur
ömmu sinni góðu hjá.
Amma brosir - amma kyssir
undurblítt á kollinn hans.
Breiðist ást af öðrum heimi
yfir beð hins litla manns.


Ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum

Land míns föður (2002-01-03)
Jólin koma (2002-12-22)
Grýlukvæði (2004-12-26)
Jólasveinarnir
Aftankyrrð (2005-07-17)
Betlari (2003-02-14)
Brot
Enn um gras (2007-05-01)
Erlan (2003-09-26)
Í tröllahöndum (2003-01-29)
Kvíaból
Móðursorg
Stelkurinn (2004-03-12)
Þula frá Týli (2004-02-02)
Ömmuljóð


[ Til baka í leit ]