8. maí 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
síðdegis

og enn skín hún yfir eggjunum
þótt kulið sé byrjað að næða

bíllinn sem þyrlar rykinu
utar í firðinum
mun brátt renna í hlað
með tíðindin í farteskinu

svartur síminn
á veggnum í holinu
enn í lagi

þó fáir hringi í hjónin nú til dags
og tréhesturinn standi óhreyfður
í skápnum undir stiganum

- - -

enn nálgast hann óðfluga

fréttirnar munu senn gnæfa
yfir rökkvuðu hlaðinu
og bera við gráan himin
upp af fjórum svörtum
sólum

Birtist í Blánótt, ljóðasafni Listahátíðar 1996


Ljóð eftir Hjörvar Pétursson

síðdegis (2005-11-24)
í litlu þorpi (2003-04-01)
ökuljóð (I) (2005-10-05)
ökuljóð (II) (2006-06-28)
ökuljóð (III) (2006-07-31)
eftirleikur (2005-03-09)
Gunnar er enn heill heilsu (2006-11-03)
Pissusálmur nr. 51 (2006-11-22)
þar sem þið standið (2007-04-28)
erótómía (2007-03-20)
heiði (2007-06-15)
lyst (2007-05-05)
paradísarhylur (2007-10-22)
kveðja (III) (2008-05-19)
djöfullinn er upprunninn að neðan


[ Til baka í leit ]