20. maí 2019
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Myndin þín á baksíðunni

Myndin þín á baksíðunni
Forvitnileg
Þú brosandi

Myndin þín á baksíðunni
Svarthvít
Sé ekki lit augnanna

Myndin þín á baksíðunni
Ópersónuleg
Uppstill

Mér líkar betur við þig
þar sem ég get ekki séð þig
Í tóminu er engin baksíða
því tómið hefur aðeins eina vídd

Þar ertu hlýr
heillandi
einlægur

En þegar ég fletti blaðsíðunum
finn ég þig þar inni
Og þegar ég kíki aftur á baksíðuna
ertu kominn í litLitla Ljót
1973 -Ljóð eftir Litlu Ljótu

Myndin þín á baksíðunni (2003-11-19)
Mig dreymir um dreng


[ Til baka í leit ]