23. janúar 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
í litlu þorpi

í litlu þorpi
hanga lánsföt af Elvis
í stofuglugga

parið
sem ber inn úr bílnum
hlær í nóttinni

í litlu þorpi
skína stjörnur
og norðurljós

í portinu
bak við frystihúsið
læðist minkur

neðan gilsins
er einskismannsland
fleinn í hjarta bæjarins

þar standa auð hús

bifreiðastöður bannaðar á bryggjunni
svo jeppar mala í lausagangi
meðan skroppið er í heimsókn um borð

í litlu þorpi
lokar barinn klukkan níu
eða hvenær sem hentar

börnin rata ein heim
í myrkrinu sem glóir
af sjónvörpum

í fjörukambinum
hímir rislágt hús
með saltbarða veggi

hér búa draugar

Birtist í 7. hefti Andblæs (1997)


Ljóð eftir Hjörvar Pétursson

síðdegis (2005-11-24)
í litlu þorpi (2003-04-01)
ökuljóð (I) (2005-10-05)
ökuljóð (II) (2006-06-28)
ökuljóð (III) (2006-07-31)
eftirleikur (2005-03-09)
Gunnar er enn heill heilsu (2006-11-03)
Pissusálmur nr. 51 (2006-11-22)
þar sem þið standið (2007-04-28)
erótómía (2007-03-20)
heiði (2007-06-15)
lyst (2007-05-05)
paradísarhylur (2007-10-22)
kveðja (III) (2008-05-19)
djöfullinn er upprunninn að neðan


[ Til baka í leit ]