




















Höfundar: ©Notendur ljóð.is |
I
enn að auka hraðann þetta kvöld
bjarmi appelsínuleitra ljósa rétt að baki
- alltaf jafn fjarlæg hugsunin
um einbreiða brúna á blindhæðinni -
tíminn hunang
er mórauð skella
birtist í öndverðum enda
lágrar keilunnar
heyri varla öskrið við eyra mér
meðan barðarnir svörtu bráðna
ofan í bikið
(-hvað í veginum alltaf eitthvað í veginum allt-)
dynkirnir undir mér staðfesta
síðustu brúarferð skepnunnar
- - -
kjökrið við hlið mér
ámátlegt vælið í gilinu
mun þagna um síðir
- haustlyktin hverfa með hnúkaþeynum -
en rákirnar svörtu við brúna
verða þar enn í dögun
|
|
Birtist í 7. hefti Andblæs (1997) |
|
Ljóð eftir Hjörvar Pétursson
síðdegis (2005-11-24) í litlu þorpi (2003-04-01) ökuljóð (I) (2005-10-05) ökuljóð (II) (2006-06-28) ökuljóð (III) (2006-07-31) eftirleikur (2005-03-09) Gunnar er enn heill heilsu (2006-11-03) Pissusálmur nr. 51 (2006-11-22) þar sem þið standið (2007-04-28) erótómía (2007-03-20) heiði (2007-06-15) lyst (2007-05-05) paradísarhylur (2007-10-22) kveðja (III) (2008-05-19) djöfullinn er upprunninn að neðan
[ Til baka í leit ]
|