




















Höfundar: ©Notendur ljóð.is |
II
verður ekki um sel
þarna í farþegasætinu
sé brynjaðan vígamann
með brugðið sverð
bera við rokkinn himin
efst á hæðinni
léttir er við nálgumst
og hann ummyndast
í hokinn ferðalang
sem kvöldþreyttur leiðir
drekkhlaðinn fák sinn
upp brattasta hjallann
skapi næst að bölva pollaleysinu
er hann birtist slefandi
í baksýnisspeglinum
|
|
Birtist í 7. hefti Andblæs (1997)
|
|
Ljóð eftir Hjörvar Pétursson
síðdegis (2005-11-24) í litlu þorpi (2003-04-01) ökuljóð (I) (2005-10-05) ökuljóð (II) (2006-06-28) ökuljóð (III) (2006-07-31) eftirleikur (2005-03-09) Gunnar er enn heill heilsu (2006-11-03) Pissusálmur nr. 51 (2006-11-22) þar sem þið standið (2007-04-28) erótómía (2007-03-20) heiði (2007-06-15) lyst (2007-05-05) paradísarhylur (2007-10-22) kveðja (III) (2008-05-19) djöfullinn er upprunninn að neðan
[ Til baka í leit ]
|