26. maí 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
leitin mikla

er einhver hérna inni?
nei nú er ég bara ekki viss

gái inn í skáp
kalla:
,,er einhver hér sem vill koma út úr skápnum?\"
enginn þar

kíki með kertaljós á öskuna í arninum
kalla:
,,er einhver hér sem vill koma úr öskunni í eldinn?\"
enginn þar

leita bakvið hurðina
kalla:
,,er hér einhver frá mínum bæjardyrum séð?\"
enginn þar

leita í hársverði mínum
kalla:
,,ef þið eruð þarna detti mér þá allar dauðar lýs úr höfði\"
enginn þar

gjugg í borg
sagði brauðristin
og ristaði horfnar sálir
tileinkað hinni endalausu leit að eilífðinni, að eilífð steypiregnsins sem veitir mér innri ró og lífsþrótt á þessum erfiðu tímum...nei bara að sjitta í ykkur


Ljóð eftir Dóttur Jóns

erfiðleikar
þú skapaðir skrímsli (2005-03-02)
gervið (2004-02-15)
Ofurhetjan ég (2003-04-16)
Pleimó
Hvers vegna?
Frelsi þess ófrjálsa
leitin mikla
steypiregn tára og steyptra stétta samtímans (2007-03-25)
HA? (2004-07-04)


[ Til baka í leit ]