14. apríl 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Lífs er orðinn lekur knör

Lífs er orðinn lekur knör,
líka ræðin fúin,
hásetanna farið fjör
og formaðurinn lúinn.

Því er best að vinda' upp voð,
venda undan landi
og láta byrinn bera gnoð
beint að heljar sandi.

Þar mun brim við bláan sand
brjóta' um háa stokka.
En þegar ég kem á lífsins land,
ljær mér einhver sokka.Páll Ólafsson
1827 - 1905Ljóð eftir Pál Ólafsson

Tíminn (2002-03-05)
Sumarkveðja (2005-09-07)
Lífs er orðinn lekur knör (2003-03-20)
Fangelsi (2005-08-13)
Haustið (2005-08-27)
Lóan er komin (2005-09-15)
Ragnhildur (2003-11-04)
Án titils (2003-11-18)
Þögul Nóttin (2005-11-04)
Ég vildi feginn verða að ljósum degi (2005-08-26)
Lausavísur (2005-07-18)


[ Til baka í leit ]