23. janúar 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
eftirleikur

þú tekur sjálfan þig of alvarlega sagði hún, af hverju losarðu ekki aðeins um hömlurnar, slakar á skrúfunum? komdu, fáðu þér bjór og slappaðu af

seinna - þegar hún hafði riðið honum sitjandi í sófanum - grét hún við öxl hans, nei grét kannski ekki en táraðist

- - -

hún sagði honum frá stúlku sem eitt sinn deildi með henni götu, óbyggðri að slepptum þremur húsum, tveimur að rísa og einu skrifli sem hafði staðið um aldur og ævi og fylgst með borginni mjakast nær

varasamar þessar nýbyggingar sagði hún, faðir minn gekk fram á hana í myrkrinu neðan við stigaopið síðar þetta sama kvöld,

blóðið á steypunni-

- - -

og hann áttaði sig á að þótt hann hlustaði með báðum eyrum var hann enn með hugann við brjóst hennar:

hvernig þau bifuðust
Birtist í 7. hefti Andblæs (1997)


Ljóð eftir Hjörvar Pétursson

síðdegis (2005-11-24)
í litlu þorpi (2003-04-01)
ökuljóð (I) (2005-10-05)
ökuljóð (II) (2006-06-28)
ökuljóð (III) (2006-07-31)
eftirleikur (2005-03-09)
Gunnar er enn heill heilsu (2006-11-03)
Pissusálmur nr. 51 (2006-11-22)
þar sem þið standið (2007-04-28)
erótómía (2007-03-20)
heiði (2007-06-15)
lyst (2007-05-05)
paradísarhylur (2007-10-22)
kveðja (III) (2008-05-19)
djöfullinn er upprunninn að neðan


[ Til baka í leit ]