27. september 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Seiður frá dóttur til móður

Kona þú, sem ólst ást þína
Eilífð gafst og gleði
Sköpun þinni aldrei gleymi

Sár þín, gyðja sem grætur,
gróa senn þótt sárt nú blæði,
sindri tár og stirni á hvarma.

Þú sem þreyttir dimmar nætur
þöglu myrkri í og næði,
hulin mjúkri þoku vorra harma.

Móðir buguð, heyrðu bæn mína:
Bros þitt blítt sem öllu réði,
fegurð aftur færi þessum heimi.

Þessi ein er öll mín þrá:
enn þitt andlit rétt að sjá.
Svo ég gömul fræði forn
finn í mínu minni
magna seiðinn
sorgareiðinn
frið í hjarta svo ég finni
frelsi, kyrrð og sannleikskorn.

Allur mun þinn miski bættur
mistrið, tómið hverfa
Yndislega undravættur
aldrei mun að aftur sverfa.

Legg ég á og mæli um
að megi ljós þitt skína
með heita ást í huganum
Ég yrki um móður mína.
Ljóð eftir Heiðu Dögg Liljudóttur

Ófullburða afurð IV-B
Skuggi læðist
Minni Tröllastelpunnar (Til afa)
Og rykið féll
Seiður frá dóttur til móður
Þakkargjörð hennar sem efaðist
Sú sem á undan fór (2003-01-06)
Texti sem veit ekki hvað hann vill vera (2002-09-08)
Lífsflötur
Kvöldar að (2002-07-01)
hlutarins eðli samkvæmt
úps
Fylgjan
Baldintátu bregður í brún....
vökuljóð úr kjallaraglugganum
Hann Enginn
Holdskefla (2002-11-06)
Einkamálaauglýsing/sniðugar tækifærisgjafir
Heill horfna garðyrkjumanninum (2003-10-16)
Án titils
Augnablik
Innviðir II
Fyrsti snjórinn (2005-11-26)
Án titils II
Tilbrigði við ástarsorg (2004-01-08)
Vorfórn - dimmasta stund fyrir dagrenningu
Bara ég og sjórinn (2004-02-08)
Hreingerningarpúkinn spáir í spilin
Misst af æfintýri á gönguför (aftur!)
Aprílnótt
Eitt af samhengjum hlutanna (2010-07-14)
Krossgötur (2014-08-30)


[ Til baka í leit ]