26. september 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Þakkargjörð hennar sem efaðist

Í dag dansaði sígaunastúlkan
sinn villta dans.
Ölvuð af hamingju víðáttunar
og ilmi vindsins á sléttunni.

Í fjarska líta fjöllin til himins
og út yfir sléttuna.
Dansinn dunar í hjartanu
og dynur þungt í söng þagnarinnar.

Yfir hvolfist endalaus himininn,
heiðskýr eða skýjaður.
Regn og sólskin, stormur eða logn
saman snúast í hyldjúpu hljómfalli.

Hring eftir hring eru stigin spor
sem ávallt áttu tilvist.
Og sléttan gleðst með fráum fótum,
frelsi hugar, fegurð lífsins.

Víðáttan tekur aldrei enda
og vindurinn er alltaf ferskur.
Vakir yfir ástin,
sem allt gefur en ekkert á.Ljóð eftir Heiðu Dögg Liljudóttur

Ófullburða afurð IV-B
Skuggi læðist
Minni Tröllastelpunnar (Til afa)
Og rykið féll
Seiður frá dóttur til móður
Þakkargjörð hennar sem efaðist
Sú sem á undan fór (2003-01-06)
Texti sem veit ekki hvað hann vill vera (2002-09-08)
Lífsflötur
Kvöldar að (2002-07-01)
hlutarins eðli samkvæmt
úps
Fylgjan
Baldintátu bregður í brún....
vökuljóð úr kjallaraglugganum
Hann Enginn
Holdskefla (2002-11-06)
Einkamálaauglýsing/sniðugar tækifærisgjafir
Heill horfna garðyrkjumanninum (2003-10-16)
Án titils
Augnablik
Innviðir II
Fyrsti snjórinn (2005-11-26)
Án titils II
Tilbrigði við ástarsorg (2004-01-08)
Vorfórn - dimmasta stund fyrir dagrenningu
Bara ég og sjórinn (2004-02-08)
Hreingerningarpúkinn spáir í spilin
Misst af æfintýri á gönguför (aftur!)
Aprílnótt
Eitt af samhengjum hlutanna (2010-07-14)
Krossgötur (2014-08-30)


[ Til baka í leit ]