11. júlí 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Þungi tímans

Smátt og smátt
fyllast vasar okkar
af grjóti

Sundtökin verða þyngri
og loks stöðvumst við -
getum aðeins troðið marvaðann

Við fyllumst ótta
við að sökkva-
böðum út öllum öngum,
þrjóskumst við

En komumst svo að því,
er við sökkvum,
að við getum andað í kafi,

Ótti okkar
við drukknun
reyndist óþarfurVai
1974 -Ljóð eftir Vai

Hatur (All you need is love)
Nú!
Skuggi
Þungi tímans (2003-08-26)
Að mála sig út í horn
Joe


[ Til baka í leit ]