27. september 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Texti sem veit ekki hvað hann vill vera

(Dauði Förufálkans)

Hann kom til mín að vori.
Sveipaður í kufl brostinna vona,
sem hlotið höfðu endurskírn í eldi augnabliksins.
Lokkaði og seiddi með ósögðum loforðum,
horfnum helgidómum æsku minnar.
Og ég minntist fornar myndar sjálfrar mín
og klæddist grófofnum kyrtli eyðimerkurvindanna
sem forðum léku um goðsögn horfinna heima.
Eloin! Ómaði rödd pílagrímsins
úr gleymdum fylgsnum veru minnar.
Og ég mundi aftur hvert leið mín lá.
Hlekkirnir brustu.
Og ég tók staf minn og hélt áfram förinni.
Ljóð eftir Heiðu Dögg Liljudóttur

Ófullburða afurð IV-B
Skuggi læðist
Minni Tröllastelpunnar (Til afa)
Og rykið féll
Seiður frá dóttur til móður
Þakkargjörð hennar sem efaðist
Sú sem á undan fór (2003-01-06)
Texti sem veit ekki hvað hann vill vera (2002-09-08)
Lífsflötur
Kvöldar að (2002-07-01)
hlutarins eðli samkvæmt
úps
Fylgjan
Baldintátu bregður í brún....
vökuljóð úr kjallaraglugganum
Hann Enginn
Holdskefla (2002-11-06)
Einkamálaauglýsing/sniðugar tækifærisgjafir
Heill horfna garðyrkjumanninum (2003-10-16)
Án titils
Augnablik
Innviðir II
Fyrsti snjórinn (2005-11-26)
Án titils II
Tilbrigði við ástarsorg (2004-01-08)
Vorfórn - dimmasta stund fyrir dagrenningu
Bara ég og sjórinn (2004-02-08)
Hreingerningarpúkinn spáir í spilin
Misst af æfintýri á gönguför (aftur!)
Aprílnótt
Eitt af samhengjum hlutanna (2010-07-14)
Krossgötur (2014-08-30)


[ Til baka í leit ]