23. febrúar 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Boulevard of broken dreams

Í glampandi rökkrinu á götunni minni
skima ég alltaf aðeins
eftir sporunum þínum
man þegar við gengum hér hönd í hönd
milli þessara sömu húsa
eitt sinn - eins og í draumi

Þá var lífið líf
og hamingjan jafnvel á vappi
án þess að ég muni það skýrt
nú birtist þú ógreinilega
sýn úr öðru lífi

En gatan liggur fram á við
og jafnvel fetum framar
hefur vindurinn máð spor þín á brott


Ljóð eftir Björk Lovísa

handa Óskari - I
Starað í gráðið
Fjarlægð
Löngu seinna
Fyrir NN
Gamli kirkjugarðurinn
Til mannsins með ljáinn
Ef
Boulevard of broken dreams


[ Til baka í leit ]