26. maí 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Sorry

Það er svo rosalega mikið að gerast,
en samt finnst mér lífið tilgangslaust.
minningar um þig allstaðar felast,
en ég brást víst því sem kallað er traust.

Það er svo margt sem ég get brosað yfir,
en í staðin koma tár
tár sem skilja eftir sig ör
og ólæknandi sár.

Orð sem þýða ekki neitt,
skrifuð á blað og gleymast svo.
En þó þú hafir skrifað og gleymt
þá les ég
og orðin brenna hjarta mitt.


Ljóð eftir Guðmundu

Sorry


[ Til baka í leit ]