13. ágúst 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Dómsdagur

Snjórinn er svo djúpur
og leiðin er svo löng á
þessu dimma vetrar kvöldi.
Frostið er svo mikið að
mig svíður í augun og tárin
sem leka niður kinnarnar
eru svo köld.

Ég finn ekki fyrir fingrum
mínum sem ég get ekki hreyft.
Ég heyri ekki lengur brakið
í snjónum því vindurinn hvíslar
stöðugt að mér að mér sé ekki
ætlað að fara lengra.

Augun mín lokast og ég
fell niður í snjóinn.
Ég finn ekki fyrir líkama mínum
þótt hjarta mitt sé svo heitt
af þrá í það sem ekki er til.
Tár mín eru að frosna og
hugsanir mínar þurkast út.

Það eina sem ég veit
er að í kvöld mun
ég deyja.ilmur
1984 -Ljóð eftir ilm

Janúarmorgun
Stúlkan
Dómsdagur
Í helli bjarnarins
Dimman
Fyrirgefðu
Dæmd til að sofa
Ég fylgist með
Er einhver að hlusta?


[ Til baka í leit ]