14. júlí 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Bergþóra

Yfir bæði eitt skal ganga,
ung ég mær var gefin Njáli,
honum samhent lífs um langar
leiðir eins og segull stáli.
Nokkuð hans á hugfró brysti,
hjúkrun væri hann sviptur minni,
og sæti ég eftir sár á kvisti,
saknaði hann mín í eilífðinni.

Vil ég ei sem ösp á hóli
angaslitin, greinabrotin,
standa uppi ein á auðu bóli,
yndisvana, máttarþrotin.
Lífs það væri vesæl nefna
vonarlaus að þreyja kona,
míns og eigi mega hefna
makans spaka og hraustra sona.

Reidd er sæng á rauðu báli,
rýkur upp af baði heitu;
hlakka ég til við hlið á Njáli
að hvíla mig af dagsins þreytu.
Hinzti skal oss svefninn svala,
þótt svíði reykur, öndin kafni.
Hanann rauða heyri ég gala,
háttum þá í drottins nafni.Grímur Thomsen
1820 - 1896Ljóð eftir Grím Thomsen

Álfadans (2001-12-31)
Bergþóra (2002-01-12)
Átrúnaður Helga magra (2002-02-15)
Sólskin (2002-04-17)
Heift (2002-06-15)
Á fætur (2003-01-05)
Landslag (2003-02-12)
Ólag (2002-11-30)
Skúlaskeið (2003-06-27)
Á sprengisandi (2003-03-16)
Arnljótur gellini (2003-06-09)
Vörður (2003-06-19)
Rakki (2003-05-15)
Á Glæsivöllum (2005-07-23)
Huldur (2005-07-26)
Ólund (2009-03-20)
Þrír viðskilnaðir (2009-03-09)


[ Til baka í leit ]