16. september 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Síðla dags í bakgarði árið 1981

Snati lá dauður í bakgarðinum.
Þetta var grimm svört skepna sem ég hafði alltaf verið logandi hrædd við og að sjá hann liggjandi þarna steindauðann veitti mér ánægju og öryggistilfinningu.

Sólin skein
Flugurnar sveimuðu
Feldurinn var allur þurr og klístraður
Augun sokkinn

Ég potaði í hann með priki og velti honum bakið.
Steig ofan á hann í nýju rauðu gúmmí stígvélunum mínum sem þoldu allt og hoppaði fast á bringunni.

Hann gelti!

Mér krossbrá og stökk til baka.

Velti þessu aðeins fyrir mér og áttaði mig á því að loftið þrýstist upp í gegnum lungun, á milli raddbandanna og út um barkann. Þetta var eins og pumpuorgelið hans afa.

Ég steig aftur

Því léttar sem ég steig, því lægra var geltið. Því þyngra sem ég steig, því hærra varð það.
-Þetta var tónlist!

Ég gleymdi mér alveg og skemmti mér við að búa til lög úr dauðu geltinu þegar nokkrar stelpur komu aðvífandi. Um leið og ég sá skelfingarsvipinn á andlitum þeirra steinhætti ég tónsmíðunum og steig á grasið.

Leit undan og fannst ég finna hvernig stelpurnar horfðu allar ásakandi á mig. Hoppandi ofan á dauðum hundi! Beið eftir því að þær segðu eitthvað en þær sögðu ekki neitt. Pískruðu bara eitthvað. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem ég gekk fram af þeim.
Svo allt í einu var pikkað í öxlina á mér. Sigga litla sem átti fyllibyttu pabbann stóð vandræðaleg og hikandi á svipinn, horfði á mig með stóru augunum sínum og stamaði...

“Ma ma ma má ég prófa?”


Ljóð eftir Margréti Hugrúnu

Ljóð á ensku
National Geographic (2003-08-14)
Ekki snerta mig
Dónaljóð (2007-05-02)
Betur Beta
Sálfarir
Góður dagur
Draumarnir rætast (2004-01-27)
Síðla dags í bakgarði árið 1981
Villingur (2004-02-20)
Snjókorn Kl 00:47 (2008-02-18)
Lýsingar
Íslenska
Glassúr
Fyrsta konan (2006-02-01)
Tilfinningaríki trésmiðurinn
Reykjavíkurhöfn
Dropi
Duft (2007-09-18)
Kóngurinn, tími til að rokka.


[ Til baka í leit ]