




















Höfundar: ©Notendur ljóð.is |
Upp brekkuna, grasi gróna og alsetta hvítum blómum sem skína eins og litlar stjörnur á grænum himni.
Hvað ætli þau heiti?
Kannski eru þetta músareyru, eða sjöstjörnur; hvort heldur sem er, eru þau lítil hlið á veruleikanum og opnast inn í annan heim.
Áfram, yfir lækinn sem hoppar og skoppar niður brattann eins og lítill drengur að leika sér.
Hvaðan ætli hann komi?
Kannski úr einhverri silfurtærri fjallalind, sem hefur aldrei gert annað en að spegla bláma himinsins.
Áfram, áfram; yfir lynggróna heiðina og dúnmjúkar mosabreiðurnar sem teygja sig jafn langt og augað eygir.
Hvert er ferðinni heitið?
Kannski upp á fjallstindinn; að finna hinn unga álfasvein sem situr þar á steini og hlær sínum klingjandi og undarlega seiðandi hlátri.
Hver veit?
|
|
|
|
Ljóð eftir Urði Snædal
Blóðbrúðkaup Vetrarnótt í sveitinni Nætur Til þín - með þökk Nótt með þér (2003-09-05) Fyrsti geislinn (2003-07-25) Heima Að elska engil Tónleikar Draumlauf Handa Ringu (2004-06-10) Í nótt varstu hjá mér Unnur Hafið Egilsstaðir Breytt Tár þín Ferð Þar sem... Eitt Haust I Draumasmiður Morgunn Samband Ást - eða hvað Regnbogalandslag Villt Klukknahljóm Gömul ást á nýrri öld Launung Heilræði fyrir prinsa og aðra einfeldninga Blús Speed queen (2007-08-16) Azazel Blóðrósir Kannski Huggun Tilbrigði við Máríuvers e. Dag Sigurðarson (2006-07-29) Fánýti Svefn (2007-07-31) Minning um ást Myrkur Óræð orð Töfrar Hækutríó handa Ingimundi Flugþrá (2004-07-01) Flótti Lúsifer Vegaljóð Á svona degi Vertu skáld mitt Þú í ljóði Bundið mál (2004-09-29) Hlauptu! Svik Sögumenn (2004-11-20) Nostalgía Stolin stund Úlfbróðir Ömmugarður Þögn Rómantík
[ Til baka í leit ]
|