23. nóvember 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
GAMLA KONAN

Ég bý í húsi við Bústaðaveg
og blómin mín vökva í næði.
Ég kaffinu helli á könnuna,
í kyrrþey við blómin ræði.
Í útvarpinu er ekkert gott,
allt er um stríð og dauða.
Þá sest ég niður við saumana
og sýsla við dúkinn rauða.

Er báturinn sökk með hann bónda minn
og börnin að heimana fóru,
ég seldi búið og settist að
fyrir sunnan í borginni stóru.
Ég vænti´ekki lengur vinanna,
vísast ég tel þá dauða.
Því sit ég hér ein við saumana
og sýsla við dúkinn rauða.

Er kólfurinn slær í klukkunni
ég kenni einhvers trega.
Hugurinn reikar á heimaslóð,
-mér hitnar svo einkennilega.
Mín er æfin mæld til fulls
á mörkum lífs og dauða.
Ég kvíði´ekki því sem koma skal
er kveð ég dúkinn rauða.
Ljóðið er samið 1988, og útgefið á geisladiskinum "Ólína", árið 2000.


Ljóð eftir Ólínu Gunnlaugsdóttur

GAMLA KONAN (2003-07-29)
SUMARÁST
VOR
HÚS (2003-11-15)
BÍDDU MÍN Í GARÐINUM
VEGGURINN
GLEÐI
ÖGNIN
KELLINGIN
SAGAN Í HLEININNI
FÍFUKOLLLUR
FRELSI
KVÍÐI
Una
Við
Gættu þín
Bæbæ
JÓLASTJARNAN
SYSTURNAR ÞRJÁR


[ Til baka í leit ]