14. apríl 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Fangelsi

Fangelsið ber ég líkt og ljón,
en fastar járngrindur forlaganna
fjörið, viljinn og kraftur manna
megna þær ekki að mola í spón.

Mig dreymir oft að drottins hönd
fangelsið slíti og fjötra sundur,
en finn þegar rofnar svikull blundur
að svo halda mér hin sömu bönd.Páll Ólafsson
1827 - 1905

Ljóðið ,,Fangelsi" er ekki beint dæmigert fyrir kveðskap Páls, og kveður þar við nokkuð annan tón en í mörgum þekktari ljóða hans. Í ljóðinu finnur höfundurinn fyrir smæð sinni og hve lífið, aðstæður þess og umhverfi, býr honum þröngar skorður og heldur honum föstum eins og fangelsi.


Ljóð eftir Pál Ólafsson

Tíminn (2002-03-05)
Sumarkveðja (2005-09-07)
Lífs er orðinn lekur knör (2003-03-20)
Fangelsi (2005-08-13)
Haustið (2005-08-27)
Lóan er komin (2005-09-15)
Ragnhildur (2003-11-04)
Án titils (2003-11-18)
Þögul Nóttin (2005-11-04)
Ég vildi feginn verða að ljósum degi (2005-08-26)
Lausavísur (2005-07-18)


[ Til baka í leit ]