14. apríl 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Haustið

Hefur nú in hvíta mjöll
- hörðum fönnum sínum -
Hlíðar- grænu falið -fjöll
fyrir sjónum mínum.

Hún mun eftir stutta stund
stakkinn hvíta breiða
yfir mína góðu grund
og græna litnum eyða.

Ef þar mæna ílustrá
upp úr snjónum hvíta,
norðanveðrin - eftir á
- öll þau burtu slíta.

Svo mun stytta sólargang,
síðan lengjast gríma.
Ég get ekki færst í fang
að fagna slíkum tíma.

Vísna minna vængjum á
vil ég burtu leita
þessu kalda fróni frá
og fljúga í suðrið heita.
Páll Ólafsson
1827 - 1905

,,Haustið" er nokkuð dæmigert ljóð eftir Pál en þar sækir hann efniviðinn í náttúruna og nánasta umhverfi sem hann var svo næmur á, og átti svo auðvelt með að færa í bundið mál eða eins og Jónas Jónsson orðar það: ,,Hann talaði mælt mál í ljóðum. Rímsnilld hans og orðaforði var nálega takmarkalaus. Hann kastaði fram vísum, orti kvæði og ljóðabréf frá æskudögum og fram á grafarbakkann. Hinir hversdagslegu atburðir daglegs lífs urðu honum auðfengin yrkisefni."


Ljóð eftir Pál Ólafsson

Tíminn (2002-03-05)
Sumarkveðja (2005-09-07)
Lífs er orðinn lekur knör (2003-03-20)
Fangelsi (2005-08-13)
Haustið (2005-08-27)
Lóan er komin (2005-09-15)
Ragnhildur (2003-11-04)
Án titils (2003-11-18)
Þögul Nóttin (2005-11-04)
Ég vildi feginn verða að ljósum degi (2005-08-26)
Lausavísur (2005-07-18)


[ Til baka í leit ]