23. nóvember 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
BÍDDU MÍN Í GARÐINUM

Bíddu mín í garðinum þar sem blómin hennar dóu.
Beðin eru horfin sem voru þau í forðum.
En stígðu ekki á græðlinginn er stakk hér einhver niður,
hann stefnir upp til himins úr sínu veiku skorðum.

Fyrirgefðu móðir mín að ég moldinni ekki sinnti.
Mér hugnaðist öðruvísi verja mínum tíma.
Arfinn fékk að vaxa því engin lengur reytti
og öll þín vinna sýndist að lokum töpuð glíma.

Að lokum, einhverntímann, hér liggja sporin mín.
Ég lífið fel í moldu, því jarðvegur er nógur.
Er kem ég mér að verki, ég kann öll störfin þín
og hver veit nema vaxi hér stór og mikill skógur.
Samið árið 2000.


Ljóð eftir Ólínu Gunnlaugsdóttur

GAMLA KONAN (2003-07-29)
SUMARÁST
VOR
HÚS (2003-11-15)
BÍDDU MÍN Í GARÐINUM
VEGGURINN
GLEÐI
ÖGNIN
KELLINGIN
SAGAN Í HLEININNI
FÍFUKOLLLUR
FRELSI
KVÍÐI
Una
Við
Gættu þín
Bæbæ
JÓLASTJARNAN
SYSTURNAR ÞRJÁR


[ Til baka í leit ]