23. nóvember 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
VEGGURINN

Það er hvítur veggur í kompunni þar sem ég bý,
í kjallaraholu dimmri vestur í bæ.
Bólið mitt er beint á móti þeim vegg,
í bættum sófa hvíldinni minni næ.

Á veggnum hvíta var einu sinni mynd,
ég veit, því að á honum er far.
Ég læt mig dreyma um listamanninn þann
sem léreftið strauk og skapaði minningar.

Farið á veggnum er fullt af sögum um það
sem fyrrum gerðist í lífi málarans.
Atburðir sem eingöngu ég sé,
þau atriði sem mótuðu verkin hans.

Eitt sinn var hann ungur maður í leit
að einhverju sem hann vissi ekki hvað var.
Markmiðin voru meiri en gerðist hjá þeim
sem meta ei kunnu háleitar tilfinningar.

Í fjarskanum beið hans frelsi, virðing og ást
og framtíðin var opin, greið og fær.
Listin að skapa lotningar verð og hrein,
lífið var uppspretta hennar, fersk og tær.

En harður er þessi heimur skapandi sál
og heftir þann straum sem renna vill annað skeið.
Raunveruleikinn riðst eins og vægðarlaust flóð
og rífur með þá sem finna´ekki betri leið.

Í kjallaraholukompu vestur í bæ,
hann kynti sinn ofn og skapaði listaverk.
Setti á strigann sögur um konur og menn
er sáu þó aldrei pensilsins förin sterk.

Sjúkur og loppinn hann seilist í nýjan lit,
sárt er að nærast á eigin blóði og synd.
Upp er nú fuðruð öll hans vinna og strit,
í ofninum brennur líka sú næsta mynd.
Samið 2001.


Ljóð eftir Ólínu Gunnlaugsdóttur

GAMLA KONAN (2003-07-29)
SUMARÁST
VOR
HÚS (2003-11-15)
BÍDDU MÍN Í GARÐINUM
VEGGURINN
GLEÐI
ÖGNIN
KELLINGIN
SAGAN Í HLEININNI
FÍFUKOLLLUR
FRELSI
KVÍÐI
Una
Við
Gættu þín
Bæbæ
JÓLASTJARNAN
SYSTURNAR ÞRJÁR


[ Til baka í leit ]