23. september 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Sunnudagur

ketillinn blístrar
ég sit á eldhússtól með krosslagðar fætur og fletti Morgunblaðinu
vatnið rennur í taumum niður rúðuna
í fjarska hljóma kirkjuklukkur

bílarnir ösla um í slabbinu
ég vef að mér kápunni og kræki hjá stærstu pollunum
börn með foreldrum sínum horfa hugfangin í búðargluggana
dagurinn mjakast áfram, hægt og hægt, og að kvöldi er eins og helgin hafi bara verið draumurMóna
1985 -

09.11.03


Ljóð eftir Mónu

Sunnudagur
svefn
bókin
Þrá
ung ást
stærðfræðitími
þú
engill
Snjór
vetrarnótt
Tíminn
Orð


[ Til baka í leit ]