26. október 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Mátturinn

18/01 '00

Mátturinn

Í glösin flæðir mátturinn,
lyfið sem allir neyta,
hann er nú þannig hátturinn,
að hamingjan er bleyta.
Þeir óðu verða góðir,
sem lamb þeir verða ljúfir,
en þeir góðu verða óðir,
eins og úfið hraun, hrjúfir.
Lykillinn að annarri sál,
fæst í dýrum flöskum.
Seinna tíma vandamál
er hugarstarfsins röskun

Ógnvænlegt er bleytunnar böl,
prósentan sífellt hækkar,
ætlaði bara að fá einn öl,
nú seðlamagnið lækkar.
Snotri mey ég býð af bar,
drafandi, í augum rauður.
En hver sem tilgangurinn var,
ég lognaðist útaf dauður.

Vopnaður hamri, nöglum og sög,
nú smiðsins vinna er hafin,
með látum sem hljóta að varða við lög,
er gleði gærdagsins grafin.
Dagurinn líður með mikilli eymd
því er nú ver og miður.
Er húmar að kveldi er kvölin gleymd
í maganum ríkir friður.
Tilbúinn undir tréverk út ég skunda
til móts við gleði nætur
hugsanir í huga mínum blunda
og vakna er linast fætur.

Reikull í spori ég ráfa um,
sjónin úr skorðum farin.
Staldra við og hugsa um,
Hvar er helvítis barinn?!?


Ljóð eftir Ilmbjart Sumarliðason

Á kvöldin
Aldrei aftur eins
Allt
Auðveldast
Augun
Á ógnarhraða
Breyttu þér
Civic
Dísir
Draumaleit
Dýpi dagsins
Eigin heimur
Einhver annar
Einu sinni enn
Ekki lengur
Engin orð
Eymd örlaganna
Ég hverf
Ég vildi
Ferðin heim
Fíkn
Helsærður
Hér átti ég heima
Hindrun óttans
Hún ein veit
Insomnia
Insomnia II
Í Öskjuhlíð
Lengi vel
Man
Mátturinn
Móðir
Mr. Rowe
Nor-Isl
Of ungur
Reykur
Sarp-Berg
Sekur sakleysingi
Sérðu hvað gerir þig hræddan ?
Spegill Sálarinnar
Tímaþröng
Túr
Útlendingur
Vakna
Verzlunarmannahelgi
Viltu vinna milljón
Það sem ekki má
Þjáningardraumur
Ökuferð


[ Til baka í leit ]