23. september 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
vetrarnótt

bláleit ljós norðurhiminsins
dansa í kvöldkyrrðinni

það marrar í snjóbreiðunni
undir fótum mér

einhvers staðar bíður
hlýja og öruggi

einhvers staðar bíður
ljós og líf

ég strýk bráðnandi snjókornin úr hárinu
og held áfram í gegnum hvíta auðnina
Móna
1985 -Ljóð eftir Mónu

Sunnudagur
svefn
bókin
Þrá
ung ást
stærðfræðitími
þú
engill
Snjór
vetrarnótt
Tíminn
Orð


[ Til baka í leit ]