23. september 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
hinnsta sinn

Legg höfuð mitt við brjóst þitt
votur vangi sorgar.
Tínist ótti hjartans
í mjúkum höndum þér.

Bið sem vekur kenndir
tiplar stóri vísir
komið er nú myrkrið
á eftir mér þú lýsir.

Mótar skýja sólir
stjörnuaugað vætist
tregur vilji tómsins
leggst til hinstu hvíldar.

Í hinsta sinn ég mæti
við dyrnar þínar....


Ljóð eftir Jórunni Örnu Breiðfjörð

Ást
barnið mitt...
Ókunnugar sálir
guttinn minn....
hinnsta sinn
þú týndist....
Vernd
barnið okkar,,tónninn!
opið/lokað hjarta


[ Til baka í leit ]