31. maí 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Eikartréð

Heitann sumardag
sit ég undir grenitré
og horfi uppí himininn.
Greinar grenitrésins
sveiflast í vindinum.
Svo hversdagslega.

Skyndilega breytist vindáttin,
ég stend upp, ætla bara að drífa mig heim, þegar ég kem auga á
eikartré.

Stórt fallegt og virðulegt tré.
Ég labba að því,
sest undir það.
Vindurinn leikur við greinarnar
og fuglarnir sungu glaðir
og treystu trénu fullkomlega.
Voru fuglar í grenitrénu?

Einn dag þegar ég sit undir trénu
eins og venjulega
falla nokkur laufblöð til jarðar.
Svo alltaf fleiri og fleiri.
Þegar leið á hafði tréð misst öll laufin og ekkert skjól var af því.
Fuglarnir farnir...

Þetta fallega virðulega tré
var orðið af hríslu..

Ég stend upp
döpur í bragði
Fannst ég hafa verið svikin.
Heimska tré!

En allt í einu kem ég auga á grenitré.
Grenitréð sem alltaf var svo
venjulegt, óspennandi.
Nú var það ferskt og grænt,
eins og ekkert hafi í skorist.
Kristjana
1989 -

Ekki er allt sem sýnist...


Ljóð eftir Kristjönu

Vorönn/ Verkefni II (2004-01-09)
Lífið er kvikmynd
Skoðanir
Eikartréð
Svart/hvítt?


[ Til baka í leit ]