Hvernig fær maður öllu breytt
eða þurfa ekki að hugsa um ekki neitt.
Halda svo út í lífið áhyggjulaus
vitandi að hjartað fyrir löngu fraus.
Er einhver sem stjórnar þessum leik
sem stendur fyrir ofan skýjin bleik.
Á maður að trúa og treysta honum
og halda í öllum vonlausum vonum.
Hverjum á ég eiginlega að þakka
heilsa upp á og færa glæsilegann pakka.
Að þessu hef ég sjálfann mig oft spurt
en sem á að svara er löngu gengin burt.
Ég er langt frá því að vera honum reiður
en hef fengið nóg af því að vera leiður.
Ertu að láta hefnd þína bitna á mér
og Guð þessi spurning er ætluð þér.
Ég skal gera allt sem ég þarf að gera
svo ég þurfi ekki þetta allt að bera.
Hegðun mína fékk ég í arf
en ég vill hamingjuna aftur sem hvarf.
Ég hef beðið um betri tíma
en vonir mínar eru farnar að dvína.
Ég bið þig um að geð mitt bæta
því það myndi sál mína kæta.
|