24. júní 2019
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Um auðtrú hins nakta karlmannsÉg gæti horft í augun á þér

og logið því blákalt

að enginn hafi nokkru sinni snert mig

eins undursamlega og þú.

Að önnur eins sæla geti vart

fyrirfundist í gjörvöllum heiminum.Ég gæti látið þig halda

að þú værir að svipta af mér hulu

eða losa mig úr viðjum fortíðar minnar.

Ég þyrfti bara að verða niðurlút,

skammast mín eilítið fyrir líkama minn

og láta þig halda að þú værir

smátt&smátt að frelsa mig

undan blygðuninniog það gæti leitt til góðs.

Það gæti farið svo

að sjálfstraust þitt efldist

í beinu samræmi við blekkingu mína

og að eftir því sem ég renndi

sterkari stoðum undir trú þína

á sjálfum þér sem Elskhuga heimsins,

myndi þér þykja vænna um manneskjuna

sem ég þættist vera

og legðir meira kapp á að

láta hana titra&skjálfa af frygð

undan fimum hreyfingum tungu þinnar.Mig langar ekkert að gera þetta.Sannleikurinn (sem við þurfum ekkert

að ræða) er sá að á undan þér

hafa komið og farið þónokkrir menn;

sumir þeirra hreinlega komu -og fóru

en aðrir stóðu sig með stakri prýðiþví langar mig ekkert að gera þetta

en mig langar að þú vitir

að ég gæti.
Ljóð eftir Hildi Lilliendahl Viggósdóttur

Óreiða (2003-04-18)
afi (2007-03-10)
Konan sem vorkenndi mér (2004-03-26)
Vonbrigðin þín (2005-01-23)
Litað gler (2007-05-31)
ljóð handa manni með þýskt eftirnafn og konu sem yrkir fiðrildaljóð (2005-03-18)
Um auðtrú hins nakta karlmanns (2004-04-04)
Ferð eftir malbiki (2004-06-14)
Einmitt nákvæmlega akkúrat svona með fyrirvara um nauðsynlegar breytingar á hegðun atferli og framkomu (2004-10-21)
Skammtímamarkmið? (2005-06-12)


[ Til baka í leit ]