Hún vill alltaf sjást
þó svo úti er nótt.
Lætur stundum fólk þjást
hverfur einnig fljótt.
Hún bæði fer og kemur
og dregur því fólk niður.
Við hana þú semur
ef fallega þú hana biður.
Hún er því miður blind
girnist þá sumum allt.
Er hún kannski fyrirmynd
sem hitar hjartað kalt.
Hún er þar sem er friður
einnig þar sem menn kljást.
Fyrirbærið er mannlegur siður
það er þriggjastafa orðið ást.
|