7. júlí 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Á þjóðhátíð fer ég

Já, gott finnst mér að viðra, sálina hér syðra
og syngja Vestmannaeyjaljóð.
Létta drykki blanda, luma á eyjalanda
er líða um loftin tónaflóð.
Njóta dalsins hlýju, þjóðhátíð að nýju
hérna fílar sig sko sérhver sál.
Hvert sem auga litið fær, langar leiðir lýsa ástarbál.

Á þjóðhátíð fer ég, aftur það sver ég
og öllum það segi sem eru að spá.
Að landinn er góður og lýðurinn óður
sem lifir á Heimaey.
Hér vil ég djamma, um þúfurnar þramma
þurfandi einhvern fiðring að fá.
Í gamni og glensi, leita að sénsi
gararumba bei.

Er brekkusöngur ómar, undirleikur hljómar
yfir dalinn færist fjör.
Drengir stúlkur finna, sem daðri vilja sinna
og dansinn á pöllunum er ör.
Sungið er í tjöldum, á svölum ágústkvöldum
og sumir fara í bekkjabílum rúnt.
En endirinn er alltaf eins, frá þér hverfur vænlegt seðlabúnt.

Á þjóðhátíð fer ég ....

[1989]


Ljóð eftir Selmu Hrönn Maríudóttur

Einkamál (2008-10-14)
Einn í húmi nætur
Daðrað í dalnum
Húsafell
Limra (2004-04-13)
Til hamingju (2008-06-21)
Hugleiðing
Á þjóðhátíð fer ég
Við bergsins bjarma


[ Til baka í leit ]